Ein af lykiláskorunum matvælaiðnaðarins er skilvirk stjórnun eða – eins og ákjósanlegast væri – algjör útrýming á sýklum. Í baráttunni við sýkla eru kæling og frysting ein áhrifaríkustu vopnin.
Þegar hitastigið fer niður fyrir frostmark hægir hratt á vexti örvera. Lægra hitastig og minni virkni vatns á fljótandi formi svipta örverurnar því vatni sem þær þurfa til að brjóta niður efni.
Kæling matvöru minnkar hættu á vexti sýkla. Hröð kæling á vöru (einnig þekkt sem lausfrysting eða frysting við ofurkulda) minnkar þá hættu jafnvel enn meir.
Frysting við ofurkulda viðheldur einnig náttúrulegum gæðum matvæla. Að frysta vöru leiðir til þess að ískristallar myndast. Því minni sem þeir eru og því jafnar sem þeir dreifast, því meiri verða gæðin og bragð þegar varan er þídd. Hraðfrysting við ofurlágt hitastig er eina leiðin til að tryggja myndun lítilla kristalla með jafnri dreifingu, bæði innan- og utan frumna í vörunni.
Áratuga reynsla
Sem leiðandi afl á heimsvísu í áratugi höfum við komið fram með nýstárlegar lausnir á sviði framsækinnar kælingar og frystingar á matvælum. Við búum yfir einstakri færni til að koma til móts við ýtrustu þarfir þínar, með breitt svið búnaðar til frystingar og kælingar við ofurkulda. Lausnir okkar á sviði ofurkulda nota koldíoxíð- og köfnunarefnisgas til að lækka hitastig vörunnar fljótt, hvort sem þú þarft að varðveita matvælin eða bæta vinnslu þeirra. Fljótandi gastegundir fyrir ofurkulda bjóða einnig upp á skilvirka, sveigjanlega og hljóðláta leið til að viðhalda nákvæmu hitastigi kældrar eða frystrar matvöru meðan á flutningi stendur.
Koldíoxíðssnjór (CO2), einnig þekktur sem þurrís, er ákaflega skilvirk leið til kælingar og hún er einföld í notkun. Við venjulegan loftþrýsting breytist koldíoxíð á vökvaformi í koldíoxíðssnjó á föstu formi við -79 ºC. Fast form CO2 gerir þetta sérlega skilvirkt fyrir vörur í blöndurum, þeyturum, ílátum og öskjum.
CO2-snjór er skilvirkastur með sérhönnuðum snjóhornum. Við höfum hannað mismunandi gerðir snjóhornum sem tryggja skilvirka snjóframleiðslu og hraða kælingu. Við bjóðum einnig upp á ýmis konar snjóhorn, allt frá handvirkum og færanlegum einingum til varanlega uppsettra tækja. Allur búnaður okkar til ofurkælingar er hannaður fyrir hámarks skilvirkni og um leið til að mæta ýtrustu kröfum iðnaðarins um hreinlæti.
Hafðu samband til að komast að því hvernig þú getur tekist á við kælingu og frystingu á vörum í þínum iðnaðargeira, svo sem:
- Mjólkurvörur
Meðhöndlun á viðkvæmum mjólkurvörum, sérstaklega hraðfrysting á rjómaís og formun búðinga, eftirrétta o.s.frv. - Þurrvara og brauðvara
Frysting á hálfbökuðum brauðum, hraðfrysting á rúnnstykkjum, kringlum og forbakaðri brauðvöru o.s.frv. - Fiskur og annað sjávarfang
Örugg meðhöndlun á heilum fiski og fiskflökum, rækjum og öðrum skelfiski - Ávextir og grænmeti
Varðveita lögun, áferð og bragð eftir þiðnun - sérstaklega hvað varðar vöru í háum verðflokki eins og jarðarber og hindber - Kjöt
Lágmörkun áhættu vegna mengunar fyrir hamborgara, niðursneitt kjöt, hakkað kjöt eða gúllas og kjöt sagað í stykki (eins og kótelettur o.fl.)
Forelduð matvæli og framreiðslumatvæli
Að viðhalda gæðum matvæla sem eru hraðfryst hvert um sig (IFQ-matvæli), tilbúnar máltíðir, pítsur, deighjúpuð og steikt matvæli sem og önnur hjúpuð matvæli.