Velgengni á sviði flugtækni næst ekki nema með sífelldri nýsköpun. Nú þarf iðnaðurinn einnig að bregðast við auknum kröfum um umhverfisvernd. Iðnaðargas getur verið lykillinn að því að bæta framleiðsluferlið.
Heildarvörulína frá Linde
Við vinnum í nánu samstarfi við framleiðendur loftfara að hátæknilausnum og þjónustu sem sniðin er að mismunandi þörfum iðnaðarins. Að auki stundar Linde öfluga vöruþróun sem gerir fyrirtæki þínu kleift að standast kröfur um umhverfisvernd, gæði og framleiðni. Sérfræðingar okkar geta leiðbeint þér um hvaða lausn hentar starfsemi þinni best.
Til viðbótar við mikið úrval af vörum, búnaði og dreifikerfum bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu. Þar má til dæmis nefna öryggisþjálfun til að tryggja að allt gas sem notað er sé meðhöndlað og komið fyrir á réttan hátt. Síðast en ekki síst er vert að nefna að við getum afhent vörur okkar og þjónustu hvar sem er í heiminum.
Eftirfarandi er meðal þess helsta sem við bjóðum á sviði flugtækni:
- Alhliða lausnir við suðu
- Sérsniðnar lausnir fyrir skurð og hitun
- Heildarlausnir fyrir lasergastegundir
- Heithúðun sem gefur rennislétt yfirborð
- Aðferðir við hitameðferð til að tryggja rétta kornabyggingu, efnis- og yfirborðseiginleika
- Kvörðun búnaðar með gasblöndum og háhreinum gastegundum
- Gasblöndur og sérblandaðar háhreinar gastegundir fyrir kvörðun búnaðar
- Fljótandi og staðbundnar gastegundir til að hefta bruna, við lóðun og álagsprófun fyrir hálfleiðara
- Umhverfisprófanir
- Álagsprófanir