Þurrís er koldíoxíð á föstu formi sem breytist beint í gas með þurrgufun og gufar því upp án þess að skilja eftir sig ummerki.
Þurrís er hægt að nota á marga vegu. Þegar heitt er úti er hægt að nota hann við mannfagnaði til að halda matvælum og drykkjum köldum. Þurrís er einnig handhægur þegar verið er að afþíða frystinn. Auk þess að halda matvælum köldum er hægt að nota þurrís til að halda mat köldum sem þegar hefur verið borinn fram. Einnig er hægt að nota hann sem skreytingu, t.d. með því að búa til þoku.
Hitastig þurríss er mjög lágt, -79°C. Þess vegna þarf að nota einangrandi hanska þegar ísinn er meðhöndlaður. Setjið aldrei þurrís upp í munn! Hitastig þurríssins getur valdið alvarlegum kalsárum vegna þess hve kaldur hann er.
Þurrís er framleiddur sem perlum með ummál um 10mm og 20mm lengd. Einnig er hann framleiddur í kubbum, þar sem hver kubbur er pakkaður inn í verndarpappír.
Eiginleikar þurríss:
Hitastig: -79°C
Stærð perla: 10 x 20 mm
Stærð 1 kg kubbs: 125 x 27 x 210 mm
Massi: 1.4 kg/m3
Eitt kíló af þurrís gerir um 530 lítra af koldíoxíði