Geymið hylkin rétt!
- Geymið hylkin í vel loftræstu öruggu rými, helst utandyra á jafnsléttu, á steyptu undirlagi, í skugga og undir þaki.
- Geymið hylkin lóðrétt og gætið þess að þau geti ekki fallið á hlið.
- Geymið full og tóm hylki aðskildum. Hagið skipulagi birgða þannig að elstu hylkin notist fyrst.
- Raðið hylkjunum eftir eiginleikum gastegundanna (eldfim, óvirk, eldnærandi o.s.frv.) Geymið ekki eldfim hylki með öðrum hylkjum.
- Setjið upp öryggismerkingar á geymslusvæði í samræmi við lög og reglur.
Kynnið ykkur:
- Eiginleika gastegundarinnar.
- Kröfur varðandi viðkomandi gastegund. Geymsla gastegunda sem eru niðurkældar, fljótandi eða þyngri en andrúmsloft ætti að staðsetja með tilliti til þeirrar hættu sem getur skapast. Gastegundirnar geta safnast saman í t.d. niðurföllum, kjöllurum og göngum.
- Rafmagnstæki á geymslusvæðinu. Ef gastegundirnar eru eldfimar þurfa raftæki að uppfylla sérstakar reglur. (ATEX 95 reglugerð um búnað 94/9/EC og ATEX 137 reglugerð um vinnusvæði 99/92/EC)
Munið:
- Geymið aldrei eldfimar gastegundir með öðrum gastegundum.
- Geymið aldrei aðrar vörur á geymslusvæði hylkja, sérstaklega ekki eldfim efni eins og bensín, olíu, málningu eða ætandi vökva. Það getur valdið hættuástandi.
- Geymið aldrei própanhylki innan fimm metra frá öðrum gastegundum. Eldveggur minnkar kröfur um fjarlægð.