Á ýmsum stigum vinnsluferla eru hlutir hitaðir, sem hefur áhrif á ummál þeirra og efnabyggingu. Gefa þarf tíma fyrir kælingu til að útiloka möguleikann á ofhitnun. Þennan kælitíma má stytta með því að notast við koldíoxíðssnjó eða fljótandi köfnunarefni sem kælimiðil.
Fljótandi köfnunarefni
Til að lækka hitastig úr +20 °C í -196 °C (ΔT = 216 gráður) þarf 0,5–1 lítra af fljótandi köfnunarefni fyrir hvert kíló af málmi. Vegna hættunnar á frostskemmdum þarf að meðhöndla fljótandi köfnunarefni á sama hátt og sjóðandi vatn.
Þurrís
Til að lækka hitastigið um 98 °C þarf u.þ.b. 0,2 kíló af þurrís fyrir hvert kíló af málmi. Þurrís má fá sem snjó, blokkir eða perlur.