Með þessari aðferð er hægt að rekja hvert og eitt hylkja Linde Gas, þar sem kísilflagan heldur utan um allar hreyfingar.
Kísilflagan er grundvöllur öryggis og rekjanleika. Áfylling, geymsla og dreifing hylkjanna eru skráðar í flöguna. Það þýðir að staðsetning og ástand hylkisins er skráð og hægt að skoða hvenær sem er. Með öðrum orðum, fullur rekjanleiki. Fyrir gastegundir sem þurfa að uppfylla enn frekari kröfur, eru einnig skráð lotunúmer og fyrningardagsetning.
Um kísilflöguna
Allar umbúðir um gastegundir, hylki, búnt og smátankar eru búnir kísilflögu sem lesin er með handtölvu þegar hylkið er fyllt og afhent. Upplýsingar um hylkið fylgir hverjum afhendingarseðli. Þegar hylki er svo skilað af viðskiptavini er hylkið lesið á ný.
Hvernig hjálpar þetta viðskiptavinum okkar?
Nákvæmar upplýsingar um hylkjafjölda
Aukinn rekjanleiki hylkjanna
Betri upplýsingar á reikningum og yfirsýn
Meiri áræðanleiki gagna og betri stjórnun birgða með kostnaðarlækkun að markmiði
Minni flutnings- og leigukostnaður
Einfaldar vinnslu fyrirspurna ef upplýsinga er óska