MAG-suða hefur lengi vel verið algengasta suðuaðferðin.Vinsældir hennar fara enn vaxandi og tækni henni tengd er í sífelldri þróun.Eftir því sem suðumenn öðlast meiri reynslu í MAG-suðu er hægt að þróa tæknina enn frekar.
RAPID PROCESSING® – þróað af AGA fyrir afkastamikla MAG-suðu.
RAPID PROCESSING® býður eftirfarandi kosti:
Meiri afköst sökum aukins suðuhraða og/eða hraðari mötun fylliefnis
Meiri gæði, með minna gjalli og minni suðulús á yfirborði, sem og betri innbræðsla.
Þessu má ná fram með mjög litlum tilkostnaði, með tilliti til þess hversu mikið framleiðnin eykst.Vinnuferli taka styttri tíma, komið er í veg fyrir flöskuhálsa, framleiðslukostnaður lækkar og afgreiðslutími styttist, vegna þess að framleiðslan tekur styttri tíma.
RAPID PROCESSING® er sérlega hentug suðuaðferð fyrir óblandað og lítið blandað stál yfir 1 mm á þykkt. RAPID PROCESSING® má einnig nota fyrir ryðfrítt stál.Mesti sparnaðurinn næst með því að nota vélknúna suðu eða þjarka.
RAPID PROCESSING® felur í sér alveg nýja sýn á MAG-suðu.Til að ná bestu mögulegu niðurstöðu eru óhefðbundnar stillingar við suðu notaðar með Argon blönduðum hlífðargastegundum.MISON® hlífðargastegundir stuðla að auknum afköstum og betra vinnuumhverfi.Þessi suðuaðferð krefst lítils sem einskis tilkostnaðar, aðeins tíma.
Aðrar háþróaðar MAG-suðuaðferðir eru meðal annars:
Blönduð suða með MAG og laser eða MAG og plasma.Þessar aðferðir eru aðallega notaðar til að auka afköst.
Suða með tveimur vírum er önnur MAG-suðuaðferð sem notuð er til framleiðniaukningar, þar sem notaðir eru tveir vírar í stað eins.
Einnig fást nýstárlegar MAG-suðuvélar, sem hannaðar eru til að draga úr hitaog myndun gjalls.
Allar þessar aðferðir eru byggðar á mismunandi gerðum púlstækni.Þær notast einnig við háþróaða vírmötun eða umskautun til að hafa áhrif á flutning efnis og hita.
(Vöruheitin sem birgjarnir nota eru CMT, AC MIG/MAG, kaldur bogi, WISE, hápúlserandi o.s.frv.)