REBOX býður skilvirkar lausnir sem tryggja aukna framleiðslugetu og sveigjanleika, minni eldsneytiskostnað og minni útblástur koldíoxíðs, köfnunarefnisoxíðs (NOx) og brennisteinsoxíðs (SOx).REBOX hefur einnig verið notað í nýrri ofnum með prýðilegum árangri.
REBOX® eykur afköstin en dregur úr útblæstri í öllum nýjum eða fyrirliggjandi ofnum sem nemur eftirfarandi:
- Afköst (tonn/klst.) aukast um allt að 50%
- Eldsneytissparnaður nemur allt að 50%
- CO2-útblástur minnkar um 50%
NOx-útblástur er undir 70 mg/MJ.
Reynsla og forysta í tæknimálum
Frá árinu 1990 hefur AGA framleitt 115 REBOX-lausnir með súrefniseldsneyti fyrir lotuvinnslu og samfellda vinnslu í endurhitunarofnum fyrir völsunarstöðvar og vélsmiðjur, sem og fyrir hersluofna.AGA hefur mikla reynslu af slíkum búnaði en er um leið í forystuhlutverki við þróun brennslutækni á þessu sviði.Viðskiptavinir okkar hafa notið góðs af nýjustu uppfinningunum á þessu sviði allt frá 2002, meðal annars „logalausri brennslu“ (Flameless Combustion) og „árekstri við beinan loga“ (Direct Flame Impingement).
Súrefniseldsneyti hefur enga köfnunarefniskjölfestu
Bruni er ferli sem grundvallast á eldsneyti, súrefni og neistagjafa.Loft inniheldur aðeins 21% súrefni, hin 79% eru kjölfestuefni, að mestu köfnunarefni.Við brennsluferli eru þessi kjölfestuefni öll óþörfog taka ekki þátt í brennslunni en þau þarf hins vegar að hita upp og við það eyðist óþarflega mikið eldsneyti.Kjölfestuefnin þarf einnig að flytja með rafknúnum blásurum í gegnum stokka og brennara af yfirstærð í löngum ofnum og útblástursgaskerfum sem eru mun stærri en þarf þegar aðeins er notað súrefni.Þetta hefur í för með sér mikinn kostnaðarauka og notkun lofts eykur umtalsvert framleiðslu á köfnunarefnisoxíði.
Tilraunir og reynsla hafa leitt í ljós með skýrum hætti að ef súrefni, en ekki loft, er notað sem neistavaki eldsneytis er hægt að knýja allan hitaflutning, hitablástur og geislun samtímis.Niðurstaðan er hraðari og jafnari hitun sem styttir heildarhitunartímann og gefur færi á aukinni afkastagetu og sveigjanleika.Magn útblástursgastegunda minnkar um allt að 80% og ekki þarf lengur að nota umfangsmikil útblástursgaskerfi eða lofthitara.
Alverk og heildstætt birgðaúrval
Á grundvelli margra ára reynslu og innra skipulags getur AGA boðið uppsetningar sem alverk, sem geta falið í sér hönnun, verkefnisstjórnun, uppfærslu eldri búnaðar og innleiðingu nýs búnaðar.
Í REBOX-vörulínunni er m.a. að finna búnað og stjórnkerfi fyrir súrefnisauðgun, súrefnisskurð, súrefnishleðslu og keyrslu með 100% súrefniseldsneyti fyrir endurhitunarofna og glóðunarlínur.
AGA þróar og framleiðir kraftmikla, fyrirferðarlitla og sterkbyggða brennara fyrir súrefniseldsneyti sem hægt er að setja í fyrirliggjandi ofna.Með skilvirkri súrefniseldsneytistækni er hægt að skipta út 2 megavatta lofteldsneytisbrennara fyrir mun fyrirferðarminni 1,3 megavatta REBOX-brennara, sem þó eykur framleiðslugetuna til muna.
Stjórnkerfið annast allt sem lýtur að stjórnun, öryggi, kjörhitastigi og hámarksnýtingu orku.