Fúgubrennsla er notað við undirbúning samskeyta og til að fjarlægja gallaða suðu.
Fúgubrennslu svipar til skurðar með gasi.Gaslogi hitar upp vinnslustykkiað flotmörkumþá er súrefnisblæstri beint að bráðinni og brunaferlið byrjar.. Súrefnisblásturinnblæs bráðna málminum burt.Búnaðurinn er sá sami og við skurð með gasi, aðeins þarf að skipta um spíss.Við skurð með gasi er súrefnisblæstrinum beint að vinnslustykkinu í 90 gráðu halla, en við fúgubrennslu er súrefnisstraumurinn látinn liggja nær alveg lárétt upp við vinnslustykkið.
Gasloga má einnig nota til að hreinsa ryð, eldhúð, málningu, feiti og ryk af yfirborði.Dæmi um ferli er meðhöndlun á stál- og steypuflötum, sem og byggingarframkvæmdir á hafi úti.
Við fúgubrennslu og hreinsun með loga eru notaðar ýmsar brennslugastegundir með súrefni.Ef lyktarbætta súrefnið ODOROX® er notað dregur mjög úr eldhættu og sprengihættu, sem ávallt er til staðar þegar brennslugas á í hlut.Lyktin aðvarar fólk í tæka tíð ef gasleki kemur upp.
Komið er í veg fyrir hættu með því að fylgja öryggisleiðbeiningum fyrir heitar vinnuaðgerðir.