SOLVOX ® B dreifislangan er götuð slanga sem notuð er til að koma súrefni í vatn í eldiskerjum og þegar þörf er á neyðarsúrefnismettun.Hún er einnig notuð til að viðhalda súrefnisstigi við flutninga á lifandi fiski og við dælingu á súrefni og koldíoxíði þegar deyfa þarf eða svæfa fiskinn.
SOLVOX ® B leysir súrefni upp í vatninu með örsmáum loftbólum sem myndast þegar súrefnið streymir út um götin á slöngunni.Í fiskeldi eru dreifislöngur notaðar til að gera súrefnisstigið stöðugt með beinni dreifingu um kerið.
Einnig er mælt með SOLVOX ® B til súrefnismettunar við neyðaraðstæður og að vissu marki til loftunar/hreinsunar óæskilegra gastegunda úr vatninu.
Smellið til að stækka myndina.