Það brennur ekki, er ekki eldnærandi og tekur ekki þátt lífrænum hvörfum. Gastegundin er aðeins léttari en andrúmsloft og leysist aðeins að litlum hluta upp í vatni. Þegar fljótandi köfnunarefni gufar upp (fer úr fljótandi fasa í gasfasa) og hitnar, dregur það í sig umhverfishita og er því tilvalið til kælingar.
Köfnunarefni hefur fjölbreytta notkunarmöguleika. Kælandi eiginleikar fljótandi köfnunarefnis eru nýttir til að frysta matvæli, blóð og önnur efni, breyta eiginleikum málma, stýra hvarfhita, kæla steypu og líkja eftir köldu starfsumhverfi. Köfnunarefni er einnig notað til að hlífa, skola eða hræra ýmis efni eða bráðinn málm. Gastegundina má einnig nýta til að þrýsta saman framleiðsluvöru eða knýja flutningstæki með þrýstingi, um leið og verndar köfnunarefnið tæki og tól gegn raka og súrefni.