Framleiðendur mjólkurvöru þurfa skilvirk úrræði til að verjast örverum og þránun. Gæði mjólkurafurða geta rýrnað mjög hratt, allt eftir vörutegundum. Fastir ostar geta til dæmis myglað en mjúkostar eiga á hættu að gerjast og þrána. Mjólkursýrugerlar, sem eru mikið notaðir í mjólkurvöruframleiðslu, geta einnig valdið vandræðum þar sem þeir geta gert afurðirnar súrar með því að lækka pH-gildi þeirra. Rangar loftaðstæður í umbúðum með óhóflega miklu koldíoxíð (t.d. umbúðum fyrir kotasælu) geta aukið á þennan vanda.
Við bjóðum lausnir og tæknilega aðstoð við þitt hæfi:
Lausnir tengdar kælingu/frystingu við ofurkulda til að stýra vinnsluhitastiginu í framleiðslustöðinni
Loftskiptar umbúðir (MAP) til að auka geymsluþol