Gastegundin brennur í andrúmsloftinu með ljósbláum, nánast ósýnilegum loga. Vetni er léttast allra gastegunda, u.þ.b. einn fimmtándi af þyngd andrúmslofts. Vetni verður fljótandi við -253°C.
Vetni er framleitt ýmist með rafgreiningu vatns, metan-vatnsgufu ummyndun eða með hlutoxun kolvetna.
Vetni er notað í miklu magni sem hráefni í framleiðslu ammóníaks, metanóls, vetnisperoxíðs, fjölliðunga og leysiefna. Það er einnig notað við að herða ýmsar dýra- eða plöntuolíur og í framleiðslu vítamína og annarra lyfja. Vetni er einnig nýtt í hitameðferð, glerbræðslu, suðu og aðra málmvinnslu sem afoxandi verndarhjúpur.