Heilsa, öryggi og umhverfisvernd eru forgangsatriði hjá ÍSAGA. Við skuldbindum okkur til að koma vel fram við fólk sem og umhverfið. Þetta felur í sér gæðavitund, umhverfisvernd sem og vöru- og vinnuöryggi.
Við lítum svo á að gæði og umhverfisvernd haldist í hendur ásamt vöru- og vinnuöryggi. Því miðast öll vinna við að ná fram öruggum, umhverfisvænum og hagkvæmum vörum og þjónustu.
Linde hefur alltaf unnið að því að þróa og afhenda frumlega tækni og vörur sem verja umhverfið. Dæmi um umhversvænar aðferðir við notkun gastegunda eru;
Pappírsdeigsframleiðsla: Súrefni minnkar klórnotkun
Vatnshreinsun: CO2 og súrefni nýtt í stað eiturefna
Kæling í flutningi: CO2 nýtt í stað olíu
Stálframleiðsla: Ofnar nýta súrefni í stað lofts
Líforka: Gastegundum frá úrgangi breytt í eldsneyti
LNG kemur í stað olíu, dísels og bensíns.