Dreifileiðir fyrir iðnaðarsvið
Hvernig gas er afhent getur haft áhrif á framleiðni. Ef oft þarf að flytja og skipta um gashylki, getur framleiðsla legið niðri á meðan og þar með minnkað framleiðni og aukið rekstrarkostnað.
Gas á hylkjum
Við afhendum gas á hylkjum eða í búntum og bjóðum upp á rekjanleika þannig að viðskiptavinir okkar geta fylgst með hylkjastöðu sinni. Kerfið fylgist með öllum hylkjahreyfingum. Allar afhendingar, birgðahalds upplýsingar og skilagögn eru tekin saman.
Fljótandi gastegundir
Ef gas á hylkjum fullnægir ekki þörf viðskiptavinarins, getum við afhent gastegundir á fljótandi formi. Kostir þess að afhenda fljótandi gas er að mun meira magn er í hverri einingu og geymslu- og flutningskostnaður minnka samanborið við hylki.
Fljótandi gastegundir eru fluttar á tankbílum og geymdar á tönkum hjá viðskiptavininum. Við höfum sett upp um hundrað tanka víðsvegar um landið.
Við bjóðum einnig búnað sem þörf er á, svo sem eins og eimara og búum einnig yfir sérþekkingu á viðhaldi og bjóðum auk þess að við fylgjumst með stöðu tanksins og metum áfylliþörf.
Staðlaðar framleiðslueiningar
Þegar viðskiptavinir þarfnast mikils magns iðnaðargastegunda eru í boði staðlaðar framleiðslueiningar til uppsetningar hjá viðskiptavininum.
Hinar hagkvæmu ECOVAR® lausnir eru staðlaðar til framleiðslu á starfsstöð viðskiptavinanna. Stöðluð hönnun og stærðir eru mikilvægastar þegar kemur að kostnaði við hönnun, byggingu, uppsetningu og rekstur slíkra eininga.
Stórnotendur
Þegar um er að ræða gríðarlegt magn súrefnis, köfnunarefnis, vetnis, koldíoxíðs eða annarra gastegunda eru þær afhendar í gegnum leiðslukerfi. Margar verksmiðjur geta verið að framleiða fyrir eitt iðnaðarsvæði.