Við reynum ekki aðeins að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi okkar á heimsvísu, heldur bjóðum við einnig tækni og gastegundir sem geta hjálpað viðskiptavinum okkar að minnka og í sumum tilfellum koma algjörlega í veg fyrir losun hættulegs útblásturs.
Hjá Linde ætlum við ávallt að nýta náttúrulegar auðlindir á ábyrgan hátt, þróa vistvænar lausnir og finna hentuga valkosti í stað hættulegra efna.
Áætlun samsteypunnar
Á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins leitumst við við að minnka umhverfisáhrif starfseminnar. Sem dæmi um aðgerðir má nefna:
Vottun starfsstöðva, t.d. ISO 14001
Aðgerðir til að minnka orkunotkun
Minnka losun gróðurhúsalofttegunda
Flokka sorp
Vistvæn nýting vatns og fráveitu
Ná til viðskiptavinanna
Gastegundir okkar og tækni hjálpar viðskiptavinum okkar að ná markmiðum sínum í umhverfisvernd með ýmsum leiðum. Ekki aðeins með því að gera ferla hagkvæma, heldur einnig með því að skaffa lausnir sem lágmarka umhverfisáhrif.