ACCURA® umsjónarkerfi með fljótandi gastegundum er þjónusta á netinu sem sér þér fyrir öllum þeim upplýsingum sem þú þarft fyrir skilvirka stjórn á tönkum með fljótandi gastegundum frá Linde innan fyrirtækisins. Þú getur kannað stöðu mælis á tanki, nýtingarmynstur og sendingarstaði fyrir hvern tank og staðsetningu.
Í hnotskurn
- Þú getur komist inn á ACCURA með notandanafni og aðgangsorði í venjulegum netvafra – þú þarft engan sérstakan hugbúnað
- Hægt er að skrá sig inn á ACCURA beint í gegnum Linde á netinu; ekki þarf að skrá sig inn á fleiri stöðum.
- Yfirlit yfir stöðu mæla á tönkum og notkunarupplýsingar fyrir hvern tank og staðsetningu
- Samanburður á gasnotkun eftir mismunandi framleiðslutímabilum, vinnustöðvum og verkferlum
- Yfirlit yfir upplýsingar um afhendingarseðla og afgreitt magn
- Greiningar á tímabilum (vikum, mánuðum, árum) eru sendar sjálfkrafa í netpósti.
Kostirnir
- Betri upplýsingar við áætlanagerð, stjórnun og skráningarferli eykur skilvirkni
- Auðvelt að útbúa skýrslur um umhverfis- og öryggismál (ISO 9001) í tengslum við gasbirgðir, ásamt greiningum á tankstöðu, afhendingarmagni og notkunarmagni
- Aukið öryggi og sparnaður með því að greina leka snemma
- Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fæst af samanburði á milli mismunandi framleiðslutímabila, stöðva og ferla gefst færi á að minnka útgjöld með aukinni framleiðni.