ACCURA® hylkjaumsjónarkerfið er þjónusta á netinu sem sér þér fyrir öllum þeim upplýsingum sem þú þarfnast til að hafa fulla yfirsýn með Linde-hylkjunum hjá fyrirtækinu þínu. Fyrir tilstilli ICC-merkinga hjá AGA, kerfi sem er einstakt í sinni röð, getur ACCURA hjálpað þér að losna við gömul hylki, einfalda hylkjabirgðaskrá, hafa yfirsýn yfir kostnað, fá nákvæmar notkunarskýrslur og margt fleira.
Í hnotskurn
- Þú getur komist inn á ACCURA með notandanafni og aðgangsorði í venjulegum netvafra – þú þarft engan sérstakan hugbúnað.
- Hægt er að skrá sig inn á ACCURA beint í gegnum Linde á netinu; ekki þarf að skrá sig inn á fleiri stöðum.
- Yfirlit yfir birgðastöðu á hverjum tíma, þar á meðal nákvæmar upplýsingar um hylki.
- Ítarlegar skýrslur, hvort heldur á netinu eða sótt sem Excel-skjal, um birgðalista, birgðahreyfingar, notkun o.s.frv.
- Víðtækar leitaraðgerðir fyrir afhendingarskjöl, einstök hylki, númer efna o.s.frv.
- Stjórn á dreifingu hylkja innan fyrirtækisins, þar sem notkun fer fram með aðstoð RFID-skanna (sé þess óskað).
- Aðvaranir þegar birgðir ná ákveðnu lág- eða hámarki fyrir ákveðnar vörur eða vöruhópa, leigusamninga o.s.frv.
Kostir fyrir þig
Aukin framleiðni: ACCURA-hylkjaumsjónarkerfið veitir fljótlegan og þægilegan aðgang að upplýsingum um verkferla og hylki innan fyrirtækisins, og á mörgum mismunandi stöðum, sé þess þörf. Þetta gerir þér kleift að hámarka skilvirkni og lágmarka skipulagsvinnu, sem sparar þér tíma og peninga.
Aukið öryggi: ACCURA-hylkjaumsjónarkerfið hjálpar þér að hafa alltaf réttan fjölda gashylkja á svæðinu – því færri gashylki, þeim mun öruggara er svæðið! ACCURA getur einnig útvegað yfirlit yfir staðsetningar hylkjanna.
Aukin arðsemi: ACCURA-hylkjaumsjónarkerfið bætir innri vörustjórn hylkja í fyrirtækinu. Gagnsæi eykur kostnaðarvitund, sem gerir þér mögulegt að lágmarka leigukostnað. Notaðu línurit til að fylgjast með hylkjastöðunni með hliðsjón af leigusamningunum. Þú getur einnig fengið skýrslur um kostnað við gaskaup og leigu á búnaði.
Aukin gæði: ACCURA-hylkjaumsjónarkefið bætir skipulag, stjórnun og upplýsingagjöf um alla gasnotkun þína. Greining á gasnotkun og hylkjastöðu á lager sparar einnig bæði tíma og peninga.