Get acquintant
Evrópu reglugerð (EC) númer 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna (classification, labelling and packaging (CLP) of substances and mixtures) tekur gildi 1. desember 2010. Reglur um efnablöndur tekur gildi 1. júní 2015.
Hreinar gastegundir
Allar hreinar gastegundir (= efni, t.d. súrefni, köfnunarefni, argon, koldíoxíð, helíum, asetýlen, hláturgas, kolmónoxíð o.s.frv.) áfylltar (hylki, tankar, baukar os.frv.) frá ÍSAGA munu hafa nýja merkimiða, frá og með 1.12.2010. Nýjar öryggisleiðbeiningar fyrir gastegundir hafa verið settar inn á heimasíðu okkar, undir Öryggi.
Gasblöndur
Gasblöndur (s.s. Odorox, Mison, Gasol (própan), sérblöndur) fá nýja merkimiða og öryggisleiðabeiningar fyrir 1.6.2015. Þar til verða blöndur flokkaðar í samræmi við áður settar reglur (Directive 1999/45/EC).
Birgðargeymslur
Reglugerðin setur þær kröfur á framleiðanda og seljanda á efnum og efnablöndum að þeir fylli á og merki umbúðir í samræmi við CLP áður en þeir setji vöru á markað. Gefinn er aðlögunartími í tvö ár eða til 1.12.2012 fyrir efni og 1.6 2017 fyrir efnablöndur fyrir hylki sem þegar eru á markaði. Þetta þýðir að hylki sem þegar eru hjá viðskiptavini og endursöluaðila eða umboðsaðila eða á lager 1.12.2010 þarf ekki að endurmerkja fyrr en 1.12.2012.
Lager
Hylkjalager hjá framleiðanda þarf ekki að endurmerkja í samræmi við CLP fyrr en staðbundin yfirvöld krefjast endurmerkingar og þá á hættulegum efnum.
Nýr hættuflokkur “gas undir þrýstingi”
Nýr hættuflokkur “gas undir þrýstingi” hefur tekið gildi. Þetta þýðir að gas með meiri þrýsting en 2 bör flokkast í hættuflokk. Hættuflokkurinn er settur í samræmi við reglur um flutning á hættulegum efnum þar sem gas undir þrýstingi hafði hættuflokk.
Aðrar breytingar
Helsta breytingin frá fyrri flokkun er að ný tígulmerki með rauðum ramma með svartri mynd kemur í stað eldir appelsínuguls og svarts tákns. Ísland (Umhverfisstofnun) hefur ákveðið að allar setningar eru annað hvort hættusetningar (H) (hazard) eða varúðarsetningar (P) (Precautionary). Viðvörunnarorðin eru Hætta (Danger) eða Varúð (Warning).
ADR
ADR (Agreement of Dangerous goods by Road) merkingar haldast óbreyttar eins og þær eru í dag.