Í janúar 2020 breytir ÍSAGA nafni fyrirtækisins í Linde Gas. ÍSAGA sem er hluti af AGA hefur verið hluti af Linde Group frá árinu 2000 og tilheyrir Norður-Evrópusvæðinu, sem er Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.
- „Við höfum ákveðið að breyta merki fyrirtækisins úr AGA í Linde að því er varðar starfsemi okkar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Eftir samrunan við Praxair, fyrr á þessu ári, er Linde í fararbroddi á heimsvísu á sviði iðnaðar- og lyfjagass, með yfir 80.000 starfsmenn og viðskiptavini í meira en 100 löndum“, segir Jan Ellringmann, forstjóri AGA í Norður Evrópu.
AGA verður áfram notað sem vörumerki á vörur fyrirtækisins fyrir kolsýrt vatn, própan og logsuðubúnað.
- „Við berum mikla virðingu fyrir þeim gildum sem vörumerki og löng hefð AGA stendur fyrir. Þess vegna notum við AGA áfram sem vörumerki fyrir vörur okkar á sviði kolsýrðs vatns, própans og logsuðubúnaðar. Þessar vörur hafa sterka stöðu bæði hjá neytendum og viðskiptavinum í iðnaði og eru þekktar fyrir gæði, áreiðanleika og hátt þjónustustig“, segir Olof Källgren, sölu- og markaðsstjóri AGA í Norður Evrópu.
Breytingin á heiti fyrirtækisins tekur formlega gildi í janúar 2020. Búnaður og aðrar eignir fyrirtækisins, svo sem tankbílar, þjónustubílar, vinnusvæði, tankar viðskiptavina, skrifstofur og fleira, fá nýtt útlit á árinu.