Stærstu viðskiptavinum okkar í málmiðnaði var boðið á fræðslufund um þrjár mikilvægar vörur, ODOROX, MISON og LINDOFLAMM. Um fræðsluna sáu sænskir samstarfsmenn okkar frá Linde, þeir Per Bengtsson og Bogoljub Hrnjez.
Fræddu þeir gesti okkar um val á hlífðargastegundum og einnig var LINDOFLAMM, sem er ný tækni frá Linde, kynnt. LINDOFLAMM notar nýja tækni til að hita málm fyrir suðu. Með LINDOFLAMM hitar þú málminn margfalt hraðar en með þeim aðferðum sem notaðar eru í dag.
Til okkar komu viðskiptavinir frá sjö fyrirtækjum sem allir eru færir suðumenn, en voru þeir sammála um að fundurinn hafi verið góður og umræðurnar mikilvægar, sérstaklega þegar Bogoljub og Per sýndu LINDOFLAMM, ODOROX og mismunandi blöndur hlífðargasa. Suðuprófanir voru gerðar með bæði áli og stáli, sem leiddi til fyrirspurna um meira úrval hlífðargasa.
Dagskrá fræðslufundarins var eftirfarandi:
· Besta val á hlífðargasi fyrir MIG/MAG/TIG suðu
· ODOROX®, lyktarbætt súrefni til að auka öryggi og ná fram sparnaði
· LINDOFLAMM® brennarar til jafnrar og samfeldrar hitunar á málmi til suðu
· Kennsla á verkstæði