Rafræna hylkjaskráningin gefur þér yfirsýn yfir hylkjastöðu og heldur utan um fjölda hylkja, tegund og hvar þau eru staðsett. Einnig er hægt að fylgjast með fyrningardagsetningu ef við á.
Eykur framleiðni og hagkvæmni
Með þessari einstöku tækni er hvert og eitt hylki merkt með kísilflögu sem inniheldur upplýsingar um hylkið, eins og fingrafar - sem kemur í veg fyrir ranga skráningu.
Gazmo fjölskyldan
Fjölskyldan er safn yfir tveggja milljóna hylkja sem ferðast um allt. Þrátt fyrir það veistu hvar þau eru og hvaðan þau komu. Rekjanleikinn eykur hagkvæmni, gæði og öryggi. Hvert einasta hylki er einstakt.
Hættu að leita
Hylkin eru dýr og margir viðskiptavinir okkar hafa lent í að týna hylkjum. Því höfum við reynt að leysa það þegar verið er að greiða leigu fyrir hylki sem eru týnd eða hefur verið stolið. Þegar komið er með hylki til áfyllingar kemur í ljós hvort hylkið hefur verið tilkynnt týnt eða stolið. Þess vegna rata hylkin aftur til réttmæts viðskiptavinar.
Gæði, öryggi og rekjanleiki
Kísilflagan er grundvöllur öryggis og rekjanleika. Áfylling, geymsla og dreifing hylkjanna eru skráðar í flöguna. Það þýðir að staðsetning og ástand hylkisins er skráð og hægt að skoða hvenær sem er. Með öðrum orðum, fullur rekjanleiki. Fyrir gastegundir sem þurfa að uppfylla enn frekari kröfur, eru einnig skráð lotunúmer og fyrningardagsetning.
Um kísilflöguna
Allar umbúðir um gastegundir, hylki, búnt og smátankar eru búnir kísilflögu sem lesin er með handtölvu þegar hylkið er fyllt og afhent. Upplýsingar um hylkið fylgir hverjum afhendingarseðli. Þegar hylki er svo skilað af viðskiptavini er hylkið lesið á ný.
Dreifing gashylkja
Heildarfjöldi hylkja á vegum AGA í Skandinavíu og balknesku löndunum eru um tvær milljónir. Hvert hylki er fyllt að meðaltali þrisvar sinnum á ári, sem þýðir að um sex milljónum hylkja er dreift til viðskiptavina okkar, ýmist beint eða í gegnum umboðsaðila ár hvert.
Öll hylki á Íslandi eru merkt með kísilflögu, að undanskildum AGA gas hylkjum og litlum eignarhylkjum. Þau eru í eigu viðskiptavinarins og því ekki með flögu.
*Öll hylki á Íslandi eru merktmeð kísil
Click here to see a larger version of the image