Súrefni - Blátt hylki með hvítri öxl
Litlaust, lyktarlaust og bragðlaust
Er ekki eitrað við hefðbundinn loftþrýsting
Olía, fita og leysiefni geta hvarfast við súrefni og valdið bruna.
Aldrei skal nota olíu eða fitu til að smyrja súrefnisbúnað þar sem kviknað getur í honum eða hann sprungið með miklum krafti.
Köfnunarefni - Grænt hylki með svartri öxl
Litlaust, lyktarlaust og bragðlaust
Er ekki eldnærandi
Er ekki eitrað
Hvarfast ekki nema við mjög háan hita.
Argon - Grátt hylki með grænni öxl
Litlaust og lyktarlaust
Óvirkt - hvarfast ekki við önnur efni
Er ekki eldnærandi
Acetýlen - Rauðbrúnt hylki og öxl
Auðþekkjanleg lykt sem minnir á hvítlauk
Er ekki eitrað en getur valdið svima ef mikið magn sleppur út í andrúmsloftið
Eldfimt og getur valdið sprengingu
Kviknar í og brennur við snertingu við heitan málm eða neista
Léttara en andrúmsloft svo það safnast ekki í kverkar, kjallara og önnur lág svæði
Koldíoxíð - Dökk grá hylki og öxl
Lyktarlaust en getur valdið óþægindum í nefi
Litlaust
Eitrað í miklu magni
Vægt ætandi ef það kemst í samband við raka
Getur valdið kali
Vinsamlegast athugið:
Ef þú flytur, geymir eða notar gas ættir þú ávallt að hafa viðeigandi öryggisleiðbeiningar við höndina. Þær er hægt að nálgast hjá ÍSAGA þér að kostnaðarlausu.
Það er einnig mikilvægt að lesa hylkjamiðann til að vita hvert innihald hylkisins er, litur hylkisins er aðeins til viðmiðunar og ætti aldrei að nota sem einu aðferðina til að þekkja innihaldið.
Hylki án hylkjamiða á ekki nota, heldur skila strax til ÍSAGA.