Við höfum þróað fjölda MAPAX®-lausna fyrir þau vandamál sem framleiðendur mjólkurafurða standa frammi fyrir.
Þegar gæði mjólkurvöru rýrna er það yfirleitt af völdum örveruvaxtar eða þránunar. Þetta er allt háð eiginleikum vörunnar sem um ræðir hverju sinni. Harður ostur með tiltölulega litla vatnsvirkni hefur tilhneigingu til að mygla en afurðum með mikla vatnsvirkni svo sem rjóma og mjúkostum er hættara við gerjun og þránun.
Mjólkursýrugerlar, sem eru mikið notaðir í mjólkurvöruframleiðslu, geta valdið vandræðum þar sem þeir geta gert afurðirnar súrar. Mjólkursýrugerlar valda gjarnan lækkun pH-gildis, sem getur svo lækkað enn meir við notkun rangra umbúða sem innihalda of mikið af koldíoxíði (t.d. dæmigerðar kotasæludósir).
Notkun koldíoxíðs til að forða myglumyndun
Koldíoxíð (CO2) er algengasta lofttegundin sem notuð er við pökkun á hörðum ostum. Það stöðvar virkni örvera og stuðlar að viðhaldi áferðar. Koldíoxíð hefur mikil áhrif á vöxt myglusveppa, jafnvel þótt lausnin sé allt niður í 20% að styrkleika. Mjólkursýrugerlar, sem eru náttúrulegt innihaldsefni osta, verða hins vegar fyrir sáralitlum áhrifum af koldíoxíði.
Í mjúkostum getur hækkun styrk koldíoxíðs og lækkun súrefnisstyrk unnið gegn þránun og vexti örvera.
Koldíoxíðsstyrkur fyrir harða osta er allt að 100% en fyrir mjúkosta er það á milli 20% og 40%. Fyrir mjúkosta hindrar minni koldíoxíðsstyrkur að umbúðirnar falli saman undan andrúmsloftþrýstingi þegar koldíoxíðið leysist upp í vatni.
Sérmeðhöndlaðir ostar, svo sem rifinn eða sneiddur cheddar-ostur, er einnig settur í loftskiptar umbúðir. Rifnum osti er yfirleitt pakkað í umbúðir sem innihalda 70% köfnunarefni og 30% koldíoxíð. Hér þjónar lækkað koldíoxíðsstyrkur, að 30%, einnig þeim tilgangi að forðast samfall umbúða.
Smellið til að stækka myndina
Sýrðar mjólkurvörur bjóða upp á ný tækifæri
Áður fyrr var sýrðum mjólkurvörum, svo sem kotasælu og jógúrti, ekki pakkað í loftskiptar umbúðir. Þetta er nú að breytast í kjölfar sívaxandi krafna neytenda um aukið geymsluþol. Koldíoxíð getur aukið geymsluþol kotasælu um allt að eina viku.
Að halda rjóma ferskum
Rjómi og mjólkurvörur sem innihalda rjóma, þrána fljótt í snertingu við súrefnisríkt loft. Með því að skipta súrefni út fyrir köfnunarefni geta framleiðendur hindrað þránun og vöxt loftháðra gerla.