Við höfum þróað fjölda MAPAX®-lausna fyrir þau vandamál sem framleiðendur fisks og annars sjávarfangs standa frammi fyrir.
Vöxtur örvera og virkni ensíma valda því að ferskur fiskur og sjávarfang tapar fljótt upprunalegum eiginleikum sínum. Þetta stafar af mikilli vatnsvirkni, hlutleysis í pH-gildum (sem hæfir örveruvexti fullkomlega) og því að þær innihalda ensím sem valda hraðvirkri rýrnum á bæði lykt- og bragðgæðum. Við niðurbrot prótíns af völdum örvera myndast fljótt ónotaleg lykt.
Oxun ómettaðra fitusýra í feitum fiski, svo sem laxi, síld og makríl, veldur einnig óviðkunnanlegu bragði og lykt. Fiskur, til dæmis síld og silungur, getur byrjað að þrána áður en nokkur viðkoma örvera er greinanleg.
Til að viðhalda gæðum ferskra fiskafurða er grundvallaratriði að halda hitastiginu eins nálægt 0 °C og unnt er. Þegar rétt hitastýring vinnur með réttu gasblöndunni er hægt að auka geymsluþol fisks um nokkra, ákaflega veigamikla daga – að því gefnu, að sjálfsögðu, að kælingarkeðjan rofni aldrei.
Koldíoxíð tryggir gæðin
Návist koldíoxíðs (CO2) hefur öflug hömlunaráhrif á algenga, loftháða gerla svo sem pseudomonas, acinetobacter og moraxella. Þegar styrkur koldíoxíðs er yfir 20% í hæfilega stórum umbúðum gerist þetta með því að koldíoxíðið lækkar pH-gildið á vefjayfirborði fisksins.
Styrkur koldíoxíðs er að öllu jöfnu 50%. Loftskiptar umbúðir, bakkar með plastfilmu, auka geymsluþol hrás fisks, um 3–5 daga allt eftir geymsluhitastigi (0–2 °C). Óhóflega mikill styrkur getur hins vegar haft óæskileg áhrif svo sem rakatap í vefjum eða valdið súru bragði í kröbbum,.
Þorskur, flyðra, skarkoli, ýsa og lýsa eru dæmi um fisktegundir sem má geyma tvöfalt lengur í loftskiptum umbúðum en við súrefni, ef hitastigið er 0 °C.
Súrefni varðveitir lit. Það hindrar einnig vöxt loftfirrtra örvera, svo sem clostridium, sem getur myndað eiturefni.
Þegar fiski með takmarkað geymsluþol er pakkað í loftskiptar umbúðir er óveruleg hætta á viðkomu clostridium. Sé hitastigi haldið undir +3 °C er hægt að hindra vöxt clostridium með öllu.
Til að forðast þránun ætti alls ekki að nota súrefni við pökkun á feitum fiski – þá er köfnunarefni mun hentugra.